Hér má finna upplýsingar um starfsemi Avalon
Avalon er heilunarmiðstöð þar sem veitt er ráðgjöf, heilun og kennsla í andlegum fræðum auk þess sem Avalon hefur gefið út bækurnar Helgistjórn jarðar, Heilum af hjartans list-handbók fyrir heilara, annað fagfólk og áhugasama um óhefðbundna meðferð, Geislarnir sjö, Karmalögmálið-lögmál orsaka og afleiðinga, Lögmál endurholdgunar- þróun mannsins og fleiri bækur sem eru til sölu hér Bóksala. Sjá nánar um starfsemi Avalon undir flipanum Avalon.
Avalon starfar á grunni guðspeki sem kom fram á síðasta ársfjórðungi 19. aldar þegar H. P. Blavatsky stofnaði Guðspekifélagið (e. Theosophical Society) og skráði guðspekina sem hún lýsir sem kjarna helstu trúarbragða og dulspeki í bækur sínar The Secred Doctrine, Isis unveiled og fleiri rit. Á síðasta ársfjórðungi 20. aldar stofnaði Ananda Tara Shan (1946-2002) Guðspekisamtökin (e. The Theosophical Fellowship) með höfuðstöðvar í Ástralíu. Með kennslu sinni vildi Ananda hagnýta guðspekina og kom því fram með Shan-hugleiðslukerfisið, Udhana- heilunarkerfið ásamt forskrift að jarðarheilunarstarfi. Eldey Huld Jónsdóttir, sem starfaði með Anöndu í tæp 20 ár eða fram að andláti hennar, byggir starfsemi Avalon á guðspeki og hagnýtingu hennar ásamt menntun sinni sem kennari B.ed. og félagsráðgjafi MSW.