Um Avalon
Avalon er heilunarmiðstöð þar sem veitt er ráðgjöf, heilun og kennsla í andlegum fræðum auk þess sem Avalon gefur út bækur um andleg málefni.
Undirrituð, Eldey Huld Jónsdóttir, starfrækir Avalon sem er með starfstöð hjá Guðspekisamtökunum í Reykjavík, Nýju Avalon miðstöðinni á Hverfisgötu 105, 2. hæð.
Avalon hefur staðið fyrir ýmsum fyrirlestrum og námskeiðum um andleg mál, einkum tengd guðspeki.
Þá hefur Avalon skipulagt námskeið og aðrar uppákomur með gestum erlendis frá. Sem dæmi má nefna þá var Vianna Stibal höfundur Theta-heilunar gestur Avalon árin 2005 og 2006 og Asher Quinn (Asha), nýaldartónskáld, hélt tónleika í Salnum í Kópavogi á vegum Avalon árið 2012.
Ráðgjöf og heilun:
Boðið er upp á viðtöl og meðferð fyrir einstaklinga og pör. Nánari upplýsingar undir flipanum Meðferð í boði.
Kennsla:
Nám í Guðspeki-heilunarskólanum liggur niðri. Fyrirlestrar eða styttri námskeið sem Eldey Huld stendur fyrir eru auglýst hér og á facebooksíðu Avalon, Avalon.heilun.kennsla.o.fl. Einnig á heimasíðu og facebooksíðu Guðspekisamtakanna í Reykjavík, Nýju Avalon miðstöðvarinnar Nyjaavalon og www.nyjaavalon.is
Bókaútgáfa:
Avalon hefur gefið út eftirfarandi bækur. Höfundur er Eldey Huld Jónsdóttir:
Geislarnir sjö
Heilum af hjartans list
Helgistjórn jarðar, Meistarar Viskunnar, 2. útgáfa aukin og endurskrifuð
Karmalögmálið, lögmál orsaka og afleiðinga
Lögmál endurholdgunar, þróun mannsins
Avalon hefur enn fremur gefið út bækur Vianna Stibal
Farðu upp og leitaðu Guðs
Farðu upp og starfaðu með Guði