Undir flipanum Erindi má finna greinar og erindi sem ýmist hafa verið flutt á fundum í Nýju Avalon miðstöðinni eða Samfrímúrarareglunni eða birt í Tímariti félagsráðgjafa. Erindin eru eftirfarandi:

Þriðja birtingin – Heilagur Andi, Guð Móðirin. Erindi um Guð Móðurina og Heilagan Anda sem er þriðja birting guðdómsins.
Sáttmálsörkin – leyndardómur hins allra heilagasta. Erindi þar sem fjallað er um Sáttmálsörkina, arfsagnir um þýðingu hennar ásamt því sem komið er inn á fáeinar dulspekihefðir sem tengjast launhelgunum, einkum fræði Hermesar og reglur byggingameistara.
Í fylgsnum hjartans. Erindi þar sem komið er inn á launhelgar, dulspeki, andlega iðkun og opnun hjartastöðvarinnar.
Hugleiðsla. Fyrirlestur um hugleiðsluiðkun.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Yfirlit yfir heimsmarkmiðin og frásögn af ferð til Armeníu á ráðstefnu um markmiðin.
Vegakort hjartans – Brené Brown. Fjallar um bók dr. Brené Brown sem er heimsþekkt fyrir rannsóknir á skömm og berskjöldun ásamt því að tala fyrir mikilvægi tilfinningalegrar vitundar.
Bókin fávitar og fjölbreytileikinn-hinsegin tungutak. Fjallar um nefnda bók og tekur saman nýyrði tengd hinseginleika.