Andleg heilun

Ráðgjöf og andleg heilun hjá félagsráðgjafa og andlegum heilara. Boðið er upp á viðtal ásamt andlegri heilun.

Tími í andlegri heilun samanstendur af viðtali og andlegri heilun þar sem unnið er með samtal, slökun, sjónsköpun og orkuleiðslu á grunni geislanna sjö (e. The Seven Rays). Ef þörf er á felur viðtalið í sér ráðgjöf. Ráðgjöfin er veitt á grunni menntunar í félagsráðgjöf og þjálfunar í andlegri iðkun. Hlutverk félagsráðgjafans er m.a. að hjálpa fólki að takast á við líf sitt þegar staðið er frammi fyrir veikindum, atvinnumissi, samskiptaerfiðleikum eða öðrum áskorunum sem geta valdið tímabundnu eða langvarandi uppnámi eða álagi.

Í meðferðinni tengi ég saman félagsráðgjöf, viðtalsmeðferð, slökun og andlega heilun. Andleg heilun felur meðal annars í sér leidda sjónsköpun (guided imagery).

Sendið fyrirspurn á eldey@avalon.is