Meðferð

Undirrituð er með löggilt starfsleyfi sem félagsráðgjafi og kennari. Árið 2022 fékk ég réttindi til að starfa sem EMDR meðferðaraðili eftir nám í Vancouver í Kanada og handleiðslu hjá dr. Esta Porter viðurkenndum EMDR kennara hjá alþjóðasamtökum EMDR www.emdria.com Þá hef ég sótt fleiri námskeið í meðferðarvinnu m.a. IFS meðferð árið 2024 í Toronto í Kanada hjá dr. Frank Andersen og nokkur rafræn námskeið svo sem í tilfinningavinnu, Emboying emotions hjá dr. Raja Selvam.

Að auki er undirrituð með margra ára þjálfun og ástundun andlegrar heilunar eftir UDANA heilunarkerfi Guðspekisamtakanna (e. The Theosophical Fellowship). Kerfið byggir á andlegri orkuvinnu með geislunum sjö, sjónsköpun og fleira.

Grunnur að meðferðinni sem boðið er upp á er andleg heilun. Ásamt henni er viðtalsmeðferð þar sem reynsla mín sem félagsráðgjafi og nám í mismundi meðferðarvinnu er undirstaða viðtals.

Eldey Huld Jónsdóttir

Tímapantanir sendið fyrirspurn á eldey@avalon.is