Persónuverndaryfirlýsing Avalon
Með persónuverndaryfirlýsingu þessari er greint frá því hvernig Avalon/Eldey Huld Jónsdóttir kt. 230160-6359 stendur að vinnslu, s.s. söfnun, skráningu og vistun persónugreinanlegra upplýsinga um einstaklinga. Yfirlýsingin fjallar einkum um vinnslu persónuupplýsinga um einstaklinga sem heimsækja vefsíðu Avalon www.avalon.is og versla á sölusíðunni.
Avalon vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma..
Persónuvernd er Avalon mikilvæg
Öflug persónuvernd er Avalon kappsmál og leggjum við áherslu á að virða réttindi einstaklinga og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi regluverk og bestu venjur á hverjum tíma.
Hvaða persónuupplýsingum safnar Avalon um þig og hver er tilgangurinn með söfnuninni?
Avalon leggur áherslu á að vinna einungis þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru í samræmi við þann tilgang sem liggur að baki söfnun upplýsinganna. Avalon vinnur persónuupplýsingar ekki frekar í óskyldum tilgangi nema einstaklingi sé tilkynnt um slíkt og þá heimild sem vinnslan byggist á.
Avalon safnar eftirfarandi persónuupplýsingum ef viðskiptavinur verslar á sölusíðu Avalon:
- Auðkennis- og samskiptaupplýsingum: nafni og kennitölu, heimilisfangi, tölvupósti og símanúmeri.
Avalon safnar eftirfarandi persónuupplýsingum ef fyrirspurn er send á Avalon:
- Auðkennis- og samskiptaupplýsingum: Nafn, netfang og símanúmer.
Avalon vinnur persónuupplýsingar einkum í þeim tilgangi að:
- Afhenda vöru til seljanda.
- Bregðast við fyrirspurnum.
Yfirferð og endurskoðun persónuverndaryfirlýsingar Avalon
Persónuverndaryfirlýsing Avalon er endurskoðuð reglulega og uppfærð þegar þess þarf. Síðasta uppfærsla var 6. október 2021.
Hafðu samband
Ef þú hefur frekari fyrirspurn hafðu samband á eldey@avalon.is