Hin aldagamla dulspeki inniheldur vísbendingar, faldar í tölum, táknum og orðum, um ferli þróunarinnar. Hún geymir leyndardómana um uppruna og örlög manneskjunnar og dregur upp mynd, í formi helgisiða, af hinni löngu göngu hennar til þroska. Dulspekin felur í sér kennslu, sé hún rétt skilin og framborin, sem mannkynið þarf til að þróast frá myrkri til ljóss, frá hinu óraunverulega til hins raunverulega og frá dauða til ódauðleika (Bailey, 1971).
Til eru margar arfsagnir er fjalla um margs konar tákn og siðakerfi sem eiga sér samsvörun í mörgum hinna fornu samfélaga. Ein þessara sagna fjallar um Sáttmálsörkina og ná frásagnir af henni aftur til tíma Atlantis
Sáttmálsörkin, leyndardómur hins allra heilagasta er erindi sem flutt var 17. febrúar 2025 í stúkunni Sindra í Alþjóða Samfrímúrarareglunni Le Droit Humain.
Erindið er lítillega stytt frá því það var flutt.
Erindið er hér