Description
Avalon – ritröðin inniheldur erindi sem höfundurinn hefur haldið m.a. í Guðspeki-heilunarskólanum og hjá Guðspekisamtökunum, Nýju Avalon miðstöðinni. Erindin hafa verið endurrituð og eru nú ítarlegri auk þess sem heimilda er getið jafnóðum í textanum.
Lögmál endurholdgunar, þróun mannsins er önnur bókin í Avalon – ritröðinni. Þar er gerð grein fyrir endurholdgunarhringrásinni og hvernig sálin endurholdgast í ótal jarðvistum þar til hún nær takmarki sínu að þroska til fullnustu sína guðdómlegu hæfileika og með því öðlast upprisu. Fjallað er um tengsl sálar og persónuleika og hvernig fyrri jarðvistir geta haft áhrif á daglegt líf. Í síðari hluta bókarinnar er sagt frá þróunarbraut mannsins og mismunandi þroskastigum á veginum til andlegs þroska.
Höfundurinn, Eldey Huld Jónsdóttir, hefur kynnt sér guðspeki í um 30 ár og haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða í guðspeki, hugleiðslu og heilun, einkum hjá Guðspekisamtökunum í Reykjavík, Nýju Avalon miðstöðinni.