Miklar breytingar eiga sér stað og samfélagið hefur opnast og þróast mikið þannig að fjölbreytileiki er kominn til að vera. Því er mikilvægt að fræðsla sé aðgengileg um breytingarnar sem eiga sér stað og þau nýju hugtök sem hafa komið fram og ná meðal annars yfir hinsegin samfélagið. Í lýðræðisþjóðfélagi þarf einstaklingurinn að geta notið sín á eigin forsendum og í því samhengi er hér tilvitnun í höfund þeirrar bókar sem greinin fjallar um Fávitar og fjölbreytileikinn, þar segir: „Það að vera hinsegin er að vera nákvæmlega eins og maður er.“
Erindi þetta er umfjöllun um bókina Fávitar og fjölbreytileikinn eftir Sólveigu Guðbrandsdóttur ásamt nýyrðum og orðtökum um hinsegin. Umfjöllunin birtist í Tímariti félagsráðgjafa árið 2023.
Greinin er hér Fávitar_og_fjölbreytileikinn