Description
Um Geislana sjö: Til er eitt Líf sem birtir sig í gegnum sjö grunneiginleika eða birtingar sem við köllum geislana sjö. Þessir kraftstraumar eða geislar streyma frá vitund Guðs niður í gegnum heimana. Þeir gefa formheiminum þýðingu, lögmál og þörfina fyrir framþróun. Manneskjan, sem og sérhver lífvera, hefur ákveðna orkutíðni sem starfar af því að við erum ofin úr mörgum orkuþráðum, geislum sem hafa mismunandi tíðni og eiginleika. Með því að kynna sér fræðin um geislana fáum við aukna þekkingu og skilning á mannlegu eðli og getum fundið út á hvaða geislum við erum. Þar með skiljum við betur þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir, viðbrögð okkar og fáum fleiri verkfæri í hendur til að örva þroska okkar og andlega leit. Meistarinn Dhwal Kuhl (DK) segir fræðin um geislana sjö vera grunninn að sálfræði framtíðar en kennsla hans var skráð í margra binda verki af Alice A. Bailey. Athugið að heimsending innanlands er innifalin í verði.