Description
Bókin Heilum af hjartans list hefur nú verið gefin út að nýju eftir að hafa verið uppseld um tíma. Bókin fjallar um hina aldagömlu listgrein heilun. Greint er frá mismunandi heilunaraðferðum, starfi heilarans og góðum ráðum fyrir þá sem hyggjast leggja stund á heilun. Höfundurinn er félagsráðgjafi og kennari að mennt og hefur einnig þjálfað sig og menntað sem andlegur heilari. Hún nálgast viðfangsefnið frá breiðum sjónarhóli. Umfjöllun hennar um starf meðferðaraðilans og samskipti við skjólstæðinga ætti að nýtast þeim sem sinna meðferðarvinnu, bæði hefðbundinni og óhefðbundinni. Bókin fjallar líka um andlega uppbyggingu mannsins og hina innri heima og er því fengur fyrir þá sem vilja kynna sér þá hlið guðspekinnar. Guðspeki er viska aldanna og hún birtist í helstu trúarbrögðum heims og dulspekireglum. Höfundurinn, Eldey Huld Jónsdóttir, hefur kynnt sér guðspeki í rúm 30 ár og haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða í guðspeki, hugleiðslu og heilun, einkum hjá Guðspekisamtökunum í Reykjavík, Nýju Avalon miðstöðinni.