Description
Avalon – ritröðin inniheldur erindi sem höfundurinn hefur haldið m.a. í Guðspeki-heilunarskólanum og hjá Guðspekisamtökunum, Nýju Avalon miðstöðinni. Erindin hafa verið endurrituð og eru nú ítarlegri auk þess sem heimilda er getið jafnóðum í textanum.
Karmalögmálið, lögmál orsaka og afleiðinga er fyrsta bókin í Avalon ritröðinni. Í bókinni er gerð grein fyrir lögmálinu, hvernig það kemur fram í lífi einstaklingsins m.a. sem einstaklings, fjölskyldu, hóp-, og þjóðarkarma. Bent er á leiðir til að endurleysa ákveðnar karmaskuldir og gera óendurleyst karma léttbærara.
Höfundurinn, Eldey Huld Jónsdóttir, hefur kynnt sér guðspeki í um 30 ár og haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða í guðspeki, hugleiðslu og heilun, einkum hjá Guðspekisamtökunum í Reykjavík, Nýju Avalon miðstöðinni.