Bóksala Avalon-útgáfunnar
Avalon bókaútgáfan var stofnuð þegar ákveðið var að gefa kennsluefni Guðspeki-heilunarskólans út í bókarformi. Þar sem starfsemi skólans lá niðri þótti mikilvægt að koma hinni guðspekilegu kennslu um Helgistjórn jarðar, hugleiðsluiðkun, andlega heilun, þróun mannkyns og jarðar, Lögmál endurholdgunar og Karmalögmálið á framfæri við áhugasama, ásamt hinni víðtæku kennslu um Geislana sjö sem er birtingaform hins eina Lífs í öllu lifandi.